Næstríkastur í skamma stund

Colin Huang.
Colin Huang.

Colin Huang, fyrrum stafsmaður Google, var í stutta stund annar ríkasti maður Kína, en verðmæti fyrirtækis Huangs, Pinduoduo, hefur stóraukist í kórónuveirufaraldrinum. Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Á sunnudaginn sat Huang í öðru sæti lista Forbes yfir ríkasta fólk Kína í kjölfar mikillar aukningar í sölu Pinduoduo, sem Huang stofnaði árið 2015. Pinduoduo er vefverslun sem hefur orðið afar vinsæl í Kína í kjölfar kórónuveirunnar.

Spila leiki í vefverslun

Pantanir í gegnum verslunina hafa aukist um allt að 65 milljón á dag, en verslunin býður upp á að viðskiptavinir hópi sig saman og kaupi fleiri eintök af vöru á lægra verði. Þar að auki geta notendur spilað leiki á vefsíðu verslunarinnar og unnið inn verðlaun.

Á yngri árum var Huang nemi hjá Microsoft og eyddi hann svo þremur árum sem verkfræðingur hjá fjarskiptarisanum Google. Hann tjáði sig um reynslu sína hjá Google í bloggpósti árið 2016, þar sem hann sagðist hafa lært margt, en að það hafi haft slæm áhrif á margt starfsfólk fyrirtækisins að verða rík of hratt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK