37 fyrirtæki gjaldþrota í maí

Heild- og smásöluverslanir eru á meðal þeirra 37 fyrirtækja sem …
Heild- og smásöluverslanir eru á meðal þeirra 37 fyrirtækja sem lýst voru gjaldþrota í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

37 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í maí. Af þeim voru 22 annað hvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum á síðasta ári eða 42% færri en í sama mánuði fyrra árs þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni

Af fyrirtækjunum 22 fyrirtækjum sem voru virk árið 2019 voru tvö í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, átta í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, fimm í ferðaþjónustu og sjö í öðrum atvinnugreinum.

Fyrirtæki sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í maí voru með 79 launþega að jafnaði árið 2019 og 728 milljóna króna veltu. Þetta eru mun lægri tölur en fyrir gjaldþrotabeiðnir í maí 2019 þegar fyrirtæki höfðu verið með 328 launþega að jafnaði og veltu upp á 3,1 milljarð.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK