Hætta sölu á Segway eftir 19 ára sögu

Ferðamenn á Segway-tækjum hér á landi.
Ferðamenn á Segway-tækjum hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríska fyrirtækið Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu á farartækjunum þekktu sem bera nafn fyrirtækisins. Er þessi ákvörðun tekin eftir 19 ára sögu fyrirtækisins, en jafnvel þótt farartækið sé þekkt um allan heim hafa aðeins selst 140 þúsund slík tæki á þeim tíma.

Framleiðandinn segir að markaðurinn sé fullmettur, meðal annars vegna þess að endingartími tækjanna hefur verið meira en áratugur og að lítið hafi verið um tæknibilanir.

Þegar Segway kom fyrst fram fyrir tæplega tveimur áratugum var það kynnt sem framtíð í samgöngum og að það gæti tekið við af bílnum sem aðalsamgöngutæki fólks.

Aldrei varð þó úr því og þótt breytingar hafi verið á ferðamynstri fólks undanfarið virðast aðrar lausnir njóta mun meiri vinsælda, meðal annars rafmagnshlaupahjól.

Segway-tækið var með tveimur hjólum og plötu á milli þar sem farþeginn stóð. Var það búið tækni sem passaði upp á jafnvægi þannig að farþeginn félli hvorki fram né aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK