Vilja að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað

Creditinfo heldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi. Neytendasamtökin …
Creditinfo heldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi. Neytendasamtökin og ASÍ telja að svona umfangsmikil skráning viðkvæmra persónuupplýsinga væri betur farið á höndum hins opinbera og hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi fyrirtækisins. mbl.is/Golli

Neytendasamtökin og ASÍ hafa sent Persónuvernd alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi Creditinfo þar sem þau telja nauðsynlegt að endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins með tilliti til almannahagsmuna. Samtökin hafa óskað eftir fundi með Persónuvernd vegna málsins.  

Creditinfo Lánstraust, sem er hluti af alþjóðafyrirtæki, Creditinfo Group, heldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi, skrá sem flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér í tengslum við afgreiðslu erinda, hvort heldur sem er við upphaf viðskipta eða fyrirgreiðslu. Skráningin er gerð með starfsleyfi frá Persónuvernd.

Í frétta vef Neytendasamtakanna segir að samtökin og ASÍ telja að svona umfangsmikil skráning viðkvæmra persónuupplýsinga væri betur farið á höndum hins opinbera. „Ef stjórnvöld, hins vegar, fela einkafyrirtæki slíka skráningu telja samtökin bæði rétt og eðlilegt að ríkar skyldur séu lagðar á fyrirtækið og að óheimil vinnsla þess á persónuupplýsingum skuli teljast brot á starfsleyfi er varði viðurlögum samkvæmt lögum um persónuvernd,“ segir í tilkynningu. 

ASÍ og Neytendasamtökin telja mikilvægt að eftirlit með starfseminni sé virkt og tryggt að brot gegn starfsleyfi fái ekki að viðgangast í margar vikur, mánuði eða jafnvel ár án þess að brugðist sé við. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. 

Þá telja samtökin mikilvægt að viðskiptagrundvöllur Creditinfo verði skoðaður í tengslum við endurskoðun starfsleyfisins. Er þar sérstaklega horft til þess að tryggt verði að fyrirtækið hafi ekki beina verulega hagsmuni, s.s. fjárhagslega, af skráningu eða viðskiptum við innheimtufyrirtæki sem nýta sér heimild til skráningar á vanskilaskráningar. Kann að vera nauðsynlegt að setja slíkri starfsemi og tengslum frekari skorður. Í það minnsta telja samtökin brýnt að afturköllun starfsleyfisins og beiting viðurlaga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hagsmuni almennings.

Samtökin telja fullreynt að fyrirtækið taki sjálft frumkvæði að því að verja hagmuni þeirra sem skráðir eru á vanskilaskrá og því sé nauðsynlegt að endurskoða starfsleyfi Creditinfo með tillit til almannahagsmuna.

Í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna má finna lista yfir atriði sem gerðar voru athugasemdir við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK