Krambúðin oftast með hæsta verðið

Bónus var oftast með það lægsta verðið eða í 81 …
Bónus var oftast með það lægsta verðið eða í 81 tilviki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru var Krambúðin oftast með hæsta verðið, í 51 tilviki af 121, en Bónus oftast með það lægsta, í 81 tilviki.

Mikill verðmunur er milli verslana og í 35 tilvikum af 121 mátti finna 60% mun á hæsta og lægsta verði á ýmsum algengum vörum. Sem dæmi var 237% munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum jarðarberjum, 100% verðmunur á Whole Earth-hnetusmjöri, 78% verðmunur á Tilda Basmati-hrísgrjónum og 100% verðmunur á Minute Maid-safa, að því er fram kemur á vef ASÍ.

Þá var 152% munur á hæsta og lægsta verði á OB-tíðatöppum og um og yfir 100% munur á ýmsum dýramat og barnamat.

„Krambúðin var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 51 tilviki af 121. Krambúðirnar eru 21 talsins og eru níu þeirra staðsettar á höfuðborgarsvæðinu en aðrar verslanir eru dreifðar um landið. Næstoftast mátti finna hæsta verðið í Hagkaup og Heimkaup en hvor verslun fyrir sig var með hæsta verðið í 23 tilvikum. Bónus var oftast með lægsta verðið eins og fyrr segir, í 51 tilviki af 121, en Fjarðarkaup var næstoftast með lægsta verðið eða í 14 tilvikum en Krónan hefur lengi verið næst á eftir Bónus með lægsta verðið. Krónan var með lægsta verðið í níu tilvikum og Nettó sjö tilvikum,“ segir í tilkynningu ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK