Kaupfélaginu bjargað frá lokun

Strax eftir helgi verða pantaðar inn vörur og búðinni komið …
Strax eftir helgi verða pantaðar inn vörur og búðinni komið aftur í fyrra horf en eins og sjá má á myndinni sem tekin var í dag eru hillur Kauptúns orðnar nokkuð tómlegar. mbl.is/GSH

Kauptún, eina verslun Vopnfirðinga sem selur nauðsynjavörur, verður áfram rekin á Vopnafirði en nýir eigendur taka við versluninni þann 1. júlí næstkomandi, „vonandi í 30 ár til viðbótar“, eins og segir í Facebook-færslu Kauptúns. 

Morgunblaðið hefur áður greint frá yfirvofandi lokun Kauptúns en Árni Róbertsson, eigandi verslunarinnar, ákvað fyrir nokkru síðan að hætta verslunarrekstri eftir þrjátíu ára rekstur á Vopnafirði. Þar til nú var útlit fyrir að skellt yrði í lás um mánaðamótin en því hefur verið afstýrt. 

Taka hattinn ofan fyrir nýjum eigendum

Nýir eigendur eru Berghildur Fanney Oddsen Hauksd. og Eyjólfur Sigurðsson.

„Langar okkur að biðja ykkur Vopnfirðinga að taka eins vel á móti þeim eins og þið hafið tekið okkur síðustu 30 árin. Eins og við þekkjum vel þá er þessi rekstur ekki sjálfsagður hlutur hérna á landsbyggðinni og tökum við fráfarandi eigendur og rekstraraðilar, hattinn ofan fyrir þeim og treystum þeim til að verða okkar litla byggðarlagi til sóma um ókomin ár“, segir í Facebook-færslu Kauptúns. 

Afgreiðslutímar munu ekki breytast að því frátöldu að búðin lokar eilítið fyrr 30. júní vegna vörutalningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK