Prófanir á MAX-vélunum hefjast á morgun

737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í …
737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í mars í fyrra eftir tvö mannskæð flugslys. AFP

Prófanir á 737 MAX-flugvélum Boeing munu hefjast í vikunni á vegum Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna (FAA). Prófanirnar skipta sköpum fyrir Boeing sem stefna að því að koma vélunum aftur á loft á þessu ári. 

737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í mars í fyrra eftir tvö mannskæð flugslys. Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd sem og aðrar stofn­an­ir hafa enn ekki gefið grænt ljós á að þær geti farið aft­ur í loftið.

Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar snúa prófanirnar einkum að svokölluðum MCAS-hugbúnaði og munu flugmenn gera tilraunir á endurforritaðri útgáfu af honum, en hugbúnaðurinn er sagður meginorsakavaldur í báðum slysunum, þó margt annað hafi einnig spilað inn í. 

Fyrirhugað er að prófanirnar hefjist á morgun og taki þrjá daga. Ef þær ganga að óskum má samt sem áður gera ráð fyrir frekari öryggisprófunum sem taka munu nokkra mánuði, auk þess sem flugmálayfirvöld í Evrópu og Kanada munu að öllum líkindum vilja framkvæma eigin prófanir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK