Auka viðbúnað vegna veirunnar að nýju

Verslunin Heimkaup hefur ákveðið að taka aftur upp hluta af því verklagi sem var viðhaft hjá fyrirtækinu þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi. 

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaups, segir þetta gert til að vernda viðskiptavini og starfsfólk. 

„Bílstjórarnir okkar þurfa núna til dæmis að skipta um einnota hanska eftir hverja afhendingu, í vöruhúsi og þjónustuveri koma inn hanskar og spritt og allir þeir sem snerta eitthvað sem fer víða verða á meðan þessi óvissa er í þessum gír,“ segir Guðmundur. 

Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna í ljósi frétta af mögulegum hópsmitum og auknum fjölda fólks í sóttkví. 

„Það eru margir sem eru í sóttkví og nota vefverslanir þannig að það skiptir miklu máli fyrir okkur að hugsa fram í tímann þegar kemur að viðbúnaði. Við viljum ekki bera neitt á milli. Það er bara skynsamlegt að okkar mati að fara aðeins stífar í þetta en kannski margir aðrir.“

Sérstakt verklag vegna kórónuveirunnar var viðhaft hjá Heimkaupum þar til nú í júní. 

„Við keyrðum þetta verklag alveg þangað til núna um miðjan júní. Við tókum þessa ákvörðun bara núna í morgun, við höfum fundið strax fyrir því að það eru fleiri í sóttkví sem fara ekki út í búð. Við erum tilbúin með plan ef eitthvað meira skyldi gerast en ákváðum að fara strax í þetta. Við erum bæði tilbúin að láta af þessu eða auka kraftinn ef þörf krefur,“ segir Guðmundur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK