Loo byggir 40 herbergja hótel

Loo Eng Wah á tjaldsvæði í Landsveit.
Loo Eng Wah á tjaldsvæði í Landsveit. mbl.is/​Hari

„Sveitarstjórnin vildi vera með í ráðum frá upphafi um það hvers lags bygging risi þarna. Fyrstu drög frá Loo samrýmast stefnu sveitarstjórnar og fólki líst almennt vel á þessi áform,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra.

Áform malasíska athafnamannsins Loo Eng Wah um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hellu eru nú farin að taka á sig mynd. Morgunblaðið hefur greint frá uppbyggingu sem hann hefur staðið fyrir á Leyni 2 og 3 í Landsveit.

Áform hans þar hafa verið umdeild og hefur Loo þurft að breyta þeim vegna andstöðu hagsmunaaðila á svæðinu. Í byrjun þessa árs fékk hann úthlutaðar tvær atvinnulóðir á besta stað á Hellu. Annars vegar er um að ræða lóð við bakka Rangár og hins vegar við Miðvang, gegnt skrifstofu sveitarfélagsins og miðstöð þjónustu þar. Þeirri lóð hefur verið lýst sem „andliti Hellu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK