Magnús Þór ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna

Magnús Þór Ásmundsson hefur störf 5. ágúst nk.
Magnús Þór Ásmundsson hefur störf 5. ágúst nk. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur samþykkt samhljóða að ráða Magnús Þór Ásmundsson í starf hafnarstjóra og tekur hann við starfinu frá og með 5. ágúst nk.

Magnús Þór er rafmagnsfræðingur að mennt – hann hóf nám sitt í Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá DTU í Danmörku árið 1990.  Á árunum 1990 til 2009 starfaði hann hjá Marel sem framkvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðar í Evrópu.

Hann hóf störf hjá Fjarðaráli sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar árið 2009 en varð síðar forstjóri og var ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins á Íslandi, þ.m.t. innleiðingu á öryggisstefnu, og samvinnu við opinbera aðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK