Stofnar norræna nýsköpunarmiðstöð fyrir fjártækni

Höfuðstöðvar BIS eru í Basel í Sviss, en bankinn mun …
Höfuðstöðvar BIS eru í Basel í Sviss, en bankinn mun stofna fjórar nýsköpunarmiðstöðvar á næstu tveimur árum. Ljósmynd/BIS

Alþjóðagreiðslubankinn í Basel í Sviss (BIS) tilkynnti í dag um stofnun nýsköpunarmiðstöðvar í Stokkhólmi í samstarfi seðlabanka í Danmörku, á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð. Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni er ætlað að efla greiningu á fjártæknilegri nýsköpun, að því er segir á vef Seðlabanka Íslands, sem er hluthafi í BIS

Þá segir að Alþjóðagreiðslubankinn í Basel hafi ákveðið að stofna fjórar slíkar miðstöðvar á næstu tveimur árum til að auka áhrif á heimsvísu auk þess að stuðla að alþjóðlegri samvinnu í nýsköpun í fjártækni meðal seðlabanka.

„Norræna nýsköpunarmiðstöðin verður staðsett í Stokkhólmi og mun stuðla að því að Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð verði í fararbroddi í rannsóknum á stafrænum lausnum og greiningu á nýsköpun í fjártækni. Að mati Alþjóðagreiðslubankans mun miðstöðin bjóða upp á sérþekkingu á mörgum sviðum fjármálalegrar nýsköpunar sem er seðlabönkum mikilvæg,“ segir á vef Seðlabankans.

Haft er eftri Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra að „þessi áfangi er staðfesting á því mikilvæga starfi sem tekist hefur á Norðurlöndum þar sem seðlabankar hafa tekið höndum saman um að rannsaka og þróa nýjungar á þessu sviði og þeirri frumkvöðlastarfsemi sem átt hefur sér stað í fjártækni á svæðinu. […] Með aðild að norrænni nýsköpunarmiðstöð í Stokkhólmi skapast enn fleiri tækifæri fyrir sérfræðinga frá Íslandi til að miðla af þekkingu sinni og auka við hana í alþjóðlegu samstarfi og til að takast á við áhættu sem myndast getur í fjármálakerfinu og stuðla nýjungum og aukinni skilvirkni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK