Engar viðræður í gangi um samruna TM og Kviku

Kvika banki og TM.
Kvika banki og TM. Samsett mynd

Kvika banki og TM hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem því er hafnað, sem fram kom í Fréttablaðinu í dag, að viðræður séu í gangi um mögulegan samruna TM og Kviku. Í yfirlýsingunum segir ennfremur að slíkar viðræður séu ekki fyrirhugaðar. 

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, er því haldið fram að æðstu stjórnendur Kviku banka og TM hafi undanfarnar vikur átt í viðræðum um mögulega sameiningu félaganna. Segir í fréttinni, að rætt hafi verið um helstu skilmála slíkra viðskipta. Tekið var fram að viðræðurnar væru nú á ís. 

Bæði TM og Kvika hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna málsins þar sem þessu er neitað. 

„Vegna fréttaflutnings þar að lútandi vill TM árétta að engar viðræður eru í gangi um mögulegan samruna TM og Kviku, né eru slíkar viðræður fyrirhugaðar,“ segir í tilkynningu TM til Kauphallarinnar. 

„Í morgun voru birtar fréttir um mögulegan samruna Kviku og TM. Engar viðræður eru í gangi og ekki eru fyrirhugaðar viðræður um samruna félaganna,“ segir í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar. 

Kvika banki.
Kvika banki. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK