Tesla nú verðmætari en Toyota

AFP

Rafbílaframleiðandinn Tesla er nú orðinn verðmætasti bílaframleiðandi að markaðsvirði og tekur framleiðandinn við titlinum af Toyota. Tíu ár eru síðan hlutabréf í Teslu fóru á markað. 

Hlutabréf í Teslu hafa fimmfaldast á síðastu tólf mánuðum, úr 230 dollurum í 1.100, eða úr um 40.000 íslenskum krónum í um 150.000 krónur. 

Toyota framleiðir meira en 10 milljónir ökutækja árlega en markaðsvirði fyrirtækisins féll um 1,5% í dag og er það nú 200 milljarða dala virði. Á sama tíma og verðmæti Toyota hefur minnkað hefur markaðsvirði Teslu hækkað í 207 milljarða dollara. 

Hratt klifur Teslu upp hlutabréfamarkaðinn hefur komið greiningaraðilum á óvart en verðmæti fyrirtækisins jókst mikið þrátt fyrir að það hafi einungis framleitt um hálfa milljón ökutækja á þessu ári og naumast hagnast. 

Elon Musk, forstjóri Teslu, setti inn færslu á Twitter-síðu sína í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að hlutabréfaverð fyrirtækisins, sem stóð þá í 750 dollurum eða 104.000 íslenskum krónum, væri orðið „of hátt“. Það gerði þó lítið í því að stöðva hækkandi verðmæti fyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK