Ull af forystufé í fatnaði

Gunni Hilmars hönnuður (t.h.) og Kormákur Geirharðsson.
Gunni Hilmars hönnuður (t.h.) og Kormákur Geirharðsson. Kristinn Magnússon

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar hyggst setja á markað fatnað og fylgihluti úr tweed-efni sem ofið er úr ull af íslensku forystufé.

Skjöldur Sigurjónsson, sem rekur verslunina í samstarfi við Kormák Geirharðsson, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að ullin af forystufénu hagi sér öðruvísi en ull af öðru íslensku sauðfé, og minni á kasmírull. „Þetta er væntanlegt á markaðinn frá okkur nú í haust.“

Í samtalinu segir Skjöldur einnig frá því að fyrirtækið hafi kynnt á Hönnunarmars, sem er nýafstaðinn, íslensk jakkaföt og fylgihluti sem unnin eru úr tweed-efni úr íslenskri ull. Með því er fyrirtækið að endurvekja framleiðslu sem síðast var stunduð fyrir um hálfri öld, en framleiðsla efnisins fer fram í verksmiðju í Austurríki. Stefnt er einnig að því að selja tweed-efnið til útlanda og klæða með því húsgögn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK