Kynna nýja lausn við miðakaup

Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix miðasölu, …
Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix miðasölu, og Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Miklar breytingar hafa orðið á miðasölu vegna áhrifa og útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Til að auðvelda fólki að kaupa og nálgast miða hefur Tix í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið Nova og gjafabréfaforritið YAY kynnt nýjung sem kallast Vasinn í snjallforriti Nova. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tix. 

Viðburðahald er nú að komast á skrið á nýjan leik, en lítil sem engin sala hefur verið hjá miðasölufyrirtækjum undanfarna mánuði. Með umræddu snjallforriti getur fólk frá og með deginum í dag fengið senda alla miða á tónleika og aðra viðburði gjaldfrjálst í Vasann en áður kostaði 95 krónur hjá Tix að fá miðana senda í síma. 

Ókeypis og opið öllum

Hægt er að nálgast Vasann í Nova appinu sem er ókeypis og opið öllum, óháð því hvaða fjarskiptafyrirtæki fólk skiptir við. Ekki aðeins verður auðveldara að finna og sýna miðana í hurðinni heldur mun fólk geta fengið sérsniðin afsláttarkjör með notkun hans. Tæknin gerir mögulegt fyrir Nova að senda ábendingar á notendur Vasans um tilboð sem passa við þau plön sem fólk er með, svo sem „2 fyrir 1“-tilboð á veitingastað nálægt viðburðinum sem það hyggst sækja.

Svona lítur forritið út.
Svona lítur forritið út.

Að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix miðasölu, hefur miðasala verið að aukast mikið síðustu vikur. „Starfsemi Tix nánast stöðvaðist í samkomubanninu en við finnum fyrir miklum áhuga frá bæði listamönnum og fólki almennt að koma viðburðarhaldi aftur af stað. Þetta er kjörinn tími fyrir nýjung eins og Vasann,“ segir Hrefna Sif.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK