Lego hættir tímabundið að auglýsa á samfélagsmiðlum

Lego beinir spjótum sínum ekki sérstaklega að Facebook eins og …
Lego beinir spjótum sínum ekki sérstaklega að Facebook eins og mörg önnur fyrirtæki, heldur hefur ákveðið að gera hlé á því að auglýsa á öllum samfélagsmiðlum í einn mánuð. AFP

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ákveðið að auglýsa ekki á samfélagsmiðlum í einn mánuð. Lego hefur þar með bæst í hóp fyrirtækja sem hafa ákveðið að sniðganga stærstu samfélagsmiðlana sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að taka ekki á hatursorðræð og annarri meiðandi umfjöllun. 

„Við erum staðráðin í því að hafa jákvæð áhrif á börn og þann heim sem þau munu erfa,“ segir Julia Goldin, markaðsstjóri Lego, í yfirlýsingu. Þau vilji ýta undir jákvætt stafrænt umhverfi þar sem enginn er skilinn út undan; umhverfi sem sé laust hatursorðræðu, mismunum og falsupplýsingar.

AFP

Ríflega 400 fyrirtæki hafa stigið þetta skref, m.a. stórfyrirtæki á borð við Adidas, Coca-Cola, Levi's, Unilever og Starbucks. Þau eru nú hluti af herferðinni #stophateforprofit sem gengur út á að það að hætta að auglýsa á Facebook og Instagram, sem er í eigu Facebook, nú í júlí. Tilgangurinn er að hvetja forsvarsmenn Facebook til að endurskoða stefnu sína gagnvart hatursfullri orðræðu, áreitni og falsfréttum. 

Sum fyrirtæki hafa, líkt og Lego, ákveðið að hætta að auglýsa tímabundið á öllum samfélagsmiðlum í stað þess að beina spjótum sínum einvörðungu að Facebook. 

Talsmenn Facebook greindu frá því í síðustu viku að samfélagsmiðillinn muni útvíkka bann gegn hatursfullu efni í auglýsingum og merkja sérstaklega færslur sem eru sagðar vera fréttnæmar en brjóti gegn reglum Facebook. Þar með fetar Facebook í fótspor Twitter sem hefur bætt slíkum merkingum við tíst sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK