„Þetta eru sögulegar tölur“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

„Þetta eru sögulegar tölur. Við erum að koma til baka af miklum krafti,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu rétt í þessu. Vísaði hann þar til fjölgunar starfa í júnímánuði, en alls fjölgaði þeim um nær fimm milljónir. Er það jafnframt talsvert umfram væntingar. 

Forsetinn sagði að tölurnar hefðu verið langt umfram væntingar sérfræðinga. Er fjölgunin sú mesta í einum mánuði í sögunni. „Þetta er mesta viðbót starfa í einum mánuði í sögu landsins. Hlutabréfamarkaðurinn er einnig á miklu flugi,“ sagði Trump.

Þá nýtti forsetinn tækifærið til að hnýta í keppinaut sinn „Þreytta-Joe“ (e. Sleepy Joe). Átti hann þar við forsetaefni demókrata, Joe Biden. Varaði Trump við því að komist Biden til valda verði skattar hækkaðir sem jafnframt muni verða til þess að efnahagslegur ávinningur undanfarinna misseri verði að engu. 

Auk forsetans á fundinum var fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin. Sagði hann að tölurnar væru mjög jákvæðar. Að fundi loknum svaraði Trump engum spurningum frá blaðamönnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK