Hafa endurgreitt 50 þúsund af 90 þúsund bókunum

Rúmlega helmingur viðskiptavina Icelandair hafa fengið flugferðir sínar endurgreiddar, síðan …
Rúmlega helmingur viðskiptavina Icelandair hafa fengið flugferðir sínar endurgreiddar, síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur endurgreitt 50.000 bókanir vegna aflýstra flugferða í ljósi kórónuveirufaraldursins frá því faraldurinn skall á. Ríflega 40.000 endurgreiðslubeiðnir eru enn útistandandi.

 „Við höfum verið að endurgreiða flugferðirnar en þetta tekur auðvitað tíma. Flugfélögin eru ekki alveg hönnuð fyrir þessi verkefni,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, og því sé unnið að tæknilausn til að einfalda ferlið og auka afkastagetu. 

Morgunblaðið greindi nýlega frá því að viðskiptavinum Icelandair hafi gengið illa að fá endurgreitt frá flugfélaginu vegna aflýstra flugferða og að í sumum tilfellum hafi ekki borist greiðsla, þótt mánuðir væru liðnir frá fyrirspurnum þess efnis.

Farþegar sem lentu í því að flugferðum þeirra var aflýst hafa átt þess kost að breyta dagsetningu flugsins, fá inneignarnótu eða endurgreitt og kaus þriðjungur seinasta kostinn.

Afgreiðsla taki lengri tíma 

„Eðli málsins samkvæmt er um að ræða gríðarlegan fjölda mála sem þarf að vinna úr fyrir viðskiptavini, auk þess sem meirihluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi í apríl og maí.

Þess vegna hafa endurgreiðslur tekið mun lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum. [...] Það er markmið okkar að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn mbl.is.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK