Kínversk flugfélög kynna nýja pakka

Flugvél Air China af gerðinni Boeing 737 MAX 8.
Flugvél Air China af gerðinni Boeing 737 MAX 8. AFP

Kínversk flugfélög bjóða nú upp á pakka sem innihalda flug að eigin vali innanlands. Með þessu vonast félögin til að auka við sjóðstreymi sitt og fá þannig inn nauðsynlegt fjármagn eftir ansi erfiða mánuði. Bera afsláttarpakkarnir heitið „fljúgum að vild“, en allir áfangastaðir á meginlandi Kína, að Hong Kong, Macao og Taívan frátöldu, standa viðskiptavinum til boða. 

Pakkarnir kosta um þrjú þúsund yuan eða rétt um 60 þúsund íslenskar krónur. Með því að kaupa pakkann geta viðskiptavinir valið, sér að kostnaðarlausu og innan ákveðins tímaramma, hvenær þeir hyggjast fara. Að auki er ekkert hámark á fjölda ferða. China Eastern Airlines voru fyrstir til að bjóða umrædda pakka, en þeir hafa nú þegar selt yfir 100 þúsund slíka. 

Líkt og önnur fyrirtæki hafa kínversk flugfélög ekki farið varhluta af ástandinu sem skapast hefur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Með herferðinni vonast félögin til að hægt verði fá inn fjármagn í reksturinn og þannig halda starfseminni áfram gangandi. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK