Byko býður starfsmönnum út á land

Katrín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Godo og Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko.
Katrín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Godo og Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko.

Byggingavöruverslunin Byko hefur ákveðið að gefa öllum starfsmönnum sínum eða um 450 manns gjafabréf á gististöðum um allt land í gegnum styrkjumisland.is. Verkefnið er góðgerðarverkefni frá hugbúnaðarfyrirtækinu Godo sem miðar að því að styrkja innviði íslenskrar ferðaþjónustu. 

„Okkur fannst þetta frábært tækifæri til þess að gera vel við starfsfólkið okkar og á sama tíma styrkja innviði íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko. Hótel og gististaðir um allt land eru hluti af verkefninu, en með þessu vonast fyrirtækið til að hægt verði að hægt verði að styðja við ferðaþjónustuna auk þess að veita starfsmönnum langþráð frí.

„Álagið undanfarið hefur verið mikið á starfsfólk og á sama tíma hefur verið erfitt tímabil hjá mörgum. Ferðaþjónustuaðilar um land allt eru í viðskiptum hjá okkur þannig að við viljum bæði hvetja starfsfólkið okkar til að ferðast innanlands og styðja við bakið á okkar viðsktipavinum í leiðinni eins og kostur er,“ segir Sigurður.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK