Bylting að verða í markaðsmálum fyrirtækja

Gísli Þorsteinsson segir að sjálfvirknivæðing hafi rutt sér til rúms …
Gísli Þorsteinsson segir að sjálfvirknivæðing hafi rutt sér til rúms í markaðsmálum fyrirtækja. Kristinn Magnússon

Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Origo, segir í samtali við Morgunblaðið að mikil bylting sé að eiga sér stað í markaðsmálum fyrirtækja. Þau séu ekki lengur bundin af heimamarkaði hvað varðar kaup á þjónustu, heldur geti sótt sér hana hvar sem er í heiminum, oft fyrir brot af þeim kostnaði sem áður var.

Gísli segir að markaðsstjórar séu að verða einn stærsti kaupendahópur að upplýsingatækni í heiminum.

„Sérhæfing er orðin svo mikil að ein auglýsingastofa getur ekki sinnt öllum þörfum fyrirtækja. Eflaust er þetta nýja umhverfi áskorun fyrir hefðbundnar stofur, því það er svo mikið framboð af þjónustu,“ segir Gísli. Hann segir að um leið sé flóknara markaðsumhverfi gríðarleg áskorun fyrir markaðsstjóra.

Gísli segir einnig að kórónuveirufaraldurinn hafi haft sitt að segja við að hraða þessari þróun. Stafræn umbreyting gerist nú hraðar, sem og öll sjálfvirknivæðing í þessum málaflokki. 

Hægt er að lesa lengra samtal við Gísla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK