Harkalegur skellur í efnahagslífinu

Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, kynnti …
Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, kynnti spána í dag. AFP

Spáð er 8,7% samdrætti á evrusvæðinu í ár vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri spá sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag. Ekki er gert ráð fyrir að svæðið verði búið að rétta endanlega úr kútnum á næsta ári. 

Hag­stofa Íslands ger­ir ráð fyr­ir því að verg lands­fram­leiðsla drag­ist sam­an um 8,4% á þessu ári og ef sú spá ræt­ist verður það mesti sam­drátt­ur á lýðveld­is­tím­an­um. Reiknað er með snörp­um um­skipt­um á næsta ári.

Fram kom í grunn­spá Seðlabank­ans í maí að spáð væri 8% sam­drætti í lands­fram­leiðslu, sem yrði mesti sam­drátt­ur hér­lend­is í heila öld. Sú spá gild­ir enn, en til sam­an­b­urðar var sam­drátt­ur­inn 2009 6,8%, að því er fram kemur í riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika.

Þorpið Positano á Amalfi-ströndinni á suðurhluta Ítalíu hefur orðið harkalega …
Þorpið Positano á Amalfi-ströndinni á suðurhluta Ítalíu hefur orðið harkalega úti í kórónukreppunni. AFP

Í Þýskalandi er spáð 6,3% samdrætti á landsframleiðslu í ár en 5,3% vexti á næsta ári. Samdrátturinn verður yfir 10% í Frakklandi, Spáni og Ítalíu í ár en hagkerfi ríkjanna þriggja mun ná sér að hluta á næsta ári. Í Frakklandi er spáð 10,6% samdrætti í ár en 7,6% hagvexti á því næsta. 

Á Ítalíu er spáð 11,2% samdrætti í ár en 6,1% vexti árið 2021 og á Spáni er samdrátturinn 10,9% í ár en aukningin 7,1% á næsta.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK