Pósturinn tekur til baka notuð Nespresso hylki

Ljósmynd frá verslun Nespresso á Íslandi.
Ljósmynd frá verslun Nespresso á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nespresso hefur gert samstarfssamning við Póstinn um að Pósturinn taki til baka notuð Nespresso hylki frá viðskiptavinum á landsbyggðinni við afhendingu pantana. Með því að safna hylkjunum saman er mögulegt að gefa þeim „nýtt líf“, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Póstinum.

Um er að ræða kaffihylki sem sett eru í kaffivélar frá Nespresso en Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi, segir að markmiðið sé að allir viðskiptavinir hafi aðgang að endurvinnslu á notuðum hylkjum sér að kostnaðarlausu. Það markmið sé nú uppfyllt með samstarfi við Póstinn. 

„Ál er 100% endurvinnanlegt og hægt að endurvinna aftur og aftur — allir viðskiptavinir Nespresso eru hvattir til að leggja sitt af mörkum með því að safna notuðum hylkjum og endurvinna. Ferlið fyrir landsbyggðina er þannig að Nespresso afhendir sérmerktan endurvinnslupoka með hverri sendingu. Viðskiptavinir safna notuðum hylkjum og næst þegar pantað er tekur Pósturinn við endurvinnslupokanum og kemur honum til Nespresso í endurvinnslu,“ er haft eftir Ívari Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Nespresso á Íslandi í fréttatilkynningu. 

„Við hjá Póstinum viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar þegar kemur að umhverfismálum og höfum til að mynda fjölgað umhverfisvænni leiðum til að koma sendingum til skila með fleiri rafmagnsbílum og rafhjólum. Við erum mjög ánægð að taka þátt í þessu umhverfisverkefni með Nespresso en það er mjög jákvætt að geta nýtt stærsta dreifikerfi landsins til að auðvelda viðskiptavinum að koma notuðum hylkjum í endurvinnslu og taka þannig þátt í að lágmarka þau áhrif sem þau hafa á umhverfið,“ er haft eftir Viðari Blöndal, viðskiptastjóra hjá Póstinum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK