Útgáfufélag segir upp 550 manns

Þegar fólki var gert að halda sig heima í Bretlandi …
Þegar fólki var gert að halda sig heima í Bretlandi færðist lestur frétta frá prentmiðlum yfir á netmiðla. AFP

Breska útgáfan Reach, sem meðal annars gefur út dagblöðin Daily Mirror og Daily Express, ætlar að segja upp 550 starfsmönnum vegna breyttra aðstæðna vegna kórónuveirunnar. Vegna COVID-19 færðist lesturinn frá prentmiðlum yfir á netið og auglýsingatekjur hrundu að því er segir í tilkynningu frá Reach.

Að sögn forstjóra félagsins, Jim Mullen, færðist lesturinn yfir á netmiðla útgáfunnar á tímum kórónuveirunnar og á sama tíma dró verulega úr auglýsingatekjum því svo virðist sem tekjurnar hafi ekki færst yfir á netútgáfuna.

Um er að ræða 12% af heildarfjölda starfsmanna Reach og er talið að þetta geti sparað um 35 milljónir punda árlega. Reach gefur einnig út fjölda héraðsdagblaða. Endurskipulagning rekstrar mun kosta félagið 20 milljónir punda. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK