Horfa til unga fólksins á Kex hosteli

Stærðarinnar pallur hefur litið dagsins ljós á Kex Hosteli.
Stærðarinnar pallur hefur litið dagsins ljós á Kex Hosteli. Arnþór Birkisson

Forsvarsmenn Kex hostels leita leiða til að gæða staðinn lífi. Ekki síst er horft til yngra fólks. Pítsustaður opnaður á næstunni og heimavist til skoðunar.

Stærðarinnar pallur hefur litið dagsins ljós á Kex hosteli við Skúlagötu og innan skamms verður opnaður veitingastaður þar sem aðallega verður boðið upp á pítsur, en einnig vængi og vegan valkosti að sögn Péturs Marteinssonar, eins eigenda staðarins, sem er ekki síst hugsaður fyrir ungt fólk.

„Þó svo að við séum ekki að stíla matinn og drykkina inn á ungt fólk þá erum við með það á bak við eyrað að þetta sé sá hópur sem þarf mest á því að halda að þetta sé hagkvæmt. Við erum að gera tilraun til þess að bjóða upp á hagkvæma skemmtun á Íslandi,“ segir Pétur. Kexið hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu misserum. Fyrst var það fall WOW air, svo kom COVID-19 ári síðar en í ofanálag hafa framkvæmdir á Hverfisgötu og Skúlagötu, þar sem reisa átti 16 hæða hótel, skert aðgengi að staðnum. Loka þurfti Kexinu og fyrir skömmu var veitingastaðurinn lýstur gjaldþrota

„Þá voru góð ráð dýr og við höfum upp á síðkastið unnið að framkvæmdum sjálf á pallinum.“ Framkvæmdir á neðri hæðinni eru hafnar að átta brauta keilusal sem lengra er í að sögn Péturs en það er fleira í bígerð. 

Lestu nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK