NetApp á Íslandi sú eina af 79 skrifstofum sem er opin

Jón Þorgrímur Stefánsson er forstjóri NetApp á Íslandi.
Jón Þorgrímur Stefánsson er forstjóri NetApp á Íslandi.

Íslensk skrifstofa bandaríska upplýsingatæknifyrirtækisins NetApp er eina starfsstöðin af 79 alls, í þrjátíu löndum, sem er opin. Allar hinar starfsstöðvarnar verða lokaðar a.m.k. fram í október vegna kórónuveirufaraldursins.

Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi og tæknistjóri samstæðunnar á heimsvísu, segir að það hafi tekið heilan mánuð fyrir íslensku skrifstofuna að fá leyfi hjá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bandaríkjunum til að opna aftur. Strangar reglur gilda hjá fyrirtæki eins og NetApp sem skráð er á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York og er með ellefu þúsund manns í vinnu.

Lesa má nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK