Nýleg fyrirtæki leggja frekar upp laupana

mbl.is/Hanna

Fyrirtæki sem hættu starfsemi 2014-2016 höfðu í 68% tilfella starfað í fimm ár eða skemur samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.

Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Árið 2016 var síðasta rekstrarár 3.022 fyrirtækja sem voru samanlagt með 19 milljarða í rekstrartekjur og 2.700 starfsmenn, en með fyrirtæki er einnig átt við einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu.

Flest fyrirtækin lítil

Þegar skoðað er hlutfall fyrirtækja sem hætta starfsemi af heildarfjölda virkra fyrirtækja í viðkomandi atvinnugrein er hlutfallið hæst í tækni- og hugverkaiðnaði, eða 11%, árið 2016. Hlutfall fyrirtækja sem hættu starfsemi í byggingarstarfsemi, einkennandi greinum ferðaþjónustu og heild- og smásöluverslun var 9% en lægst var hlutfallið í sjávarútvegi og í framleiðslugreinum eða 8%.

Flest þessara fyrirtækja voru lítil. Þannig voru ríflega 95% þeirra með 0-1 starfsmann og námu samanlagðar rekstrartekjur þeirra rúmlega 12,4 milljörðum. Fyrirtæki sem höfðu tvo eða fleiri starfsmenn á síðasta rekstrarári sínu voru tæp 5% en samanlagðar tekjur þeirra voru rúmir 6,6 milljarðar árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK