Orkuveitan dæmd til að greiða Glitni 747 milljónir

Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni 747 milljónir …
Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni 747 milljónir auk dráttarvaxta. mbl.is/Árni Sæberg

Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni holdco 747,3 milljónir auk dráttarvaxta síðustu 11-12 ár. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en dómur í málinu var kveðinn upp nú á fjórða tímanum. Þá var Orkuveitunni einnig gert að greiða Glitni 15 milljónir króna í málskostnað.

Í málinu var tekist á um átta afleiðusamninga sem Orkuveitan gerði við Glitni á árunum 2002 til 2008. Glitnir krafðist greiðslu vegna samninganna upp á um 747 milljónir, en Orkuveitan taldi að ógilda ætti samningana þar sem Glitnir hafi verið ógjaldfær. Var meðal annars vísað til brota stjórnenda bankans á árunum fyrir hrun.

Dómararnir allir sammála

Málið var mjög umfangsmikið, en dómsformaður upplýsti við dómsuppkvaðningu að 225 skjöl hefðu verið lögð fyrir í málinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og stóð í tvo daga.

Þrír dómarar dæmdu í málinu, Kristrún Kristinsdóttir og Skúli Magnússon héraðsdómarar og Margrét G. Flóvenz endurskoðandi. Var niðurstaðan ágreiningslaus og því ekkert sérálit.

Orkuveitan þegar tekið til hliðar fjármuni

Meðan málið var rekið fyrir héraðsdómi var meðal annars tekist á um hvort veita ætti Orkuveitunni aðgang að gögnum úr Glitni um tólf fyrirtæki sem sum hver tengdust eða voru í eigu Werners-fjölskyldunnar. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu, en Hæstiréttur heimilaði aðgang Orkuveitunnar að gögnunum. Voru sum félögin meðal stærri skuldara Glitnis. Meðal annars var um að ræða félögin Svartháf og Vafning og lán Glitnis til Lyf og heilsu, Rákungs, Milestone og L&H eignarhaldsfélags, en öll félögin tengdust fjölskyldunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni hafði fyrirtækið þegar tekið til hliðar rúmlega 740 milljónir í reikningum sínum vegna málsins.

Annað málið á stuttum tíma sem Glitnir hefur betur í

Þetta er annað stóra málið á stuttum tíma sem Glitnir hefur betur í fyrir héraðsdómi. 1. júlí var Glitnir HoldCo sýknað af 1,1 millj­arðs króna kröfu þrota­bús Main­see Hold­ing ehf. Þrota­bú Main­see Hold­ing krafðist þess að fá rift greiðslu skuld­ar upp á 6,7 millj­ón­ir evra (um 1,1 millj­arð króna) sem fyr­ir­tækið hafði greitt Glitni HoldCo.

mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK