Reðasafnið stendur vel

Reðursafnið í Reykjavík
Reðursafnið í Reykjavík Árni Sæberg

„Þetta hefur farið rólega af stað,“ segir Hjörtur Gísli Sigurðsson, forstöðumaður Hins íslenzka reðasafns, sem opnaði safnið hinn 15. júní á nýjum stað við Hafnartorg. Safnið hafði verið á Laugavegi frá 2011 og var fyrst opnað árið 1997 en það var Sigurður Hjartarson, faðir Hjartar, sem stofnaði safnið. Hjörtur segir safnið aldrei hafa verið glæsilegra. Búið sé að opna kaffihús og bistró í safninu og forráðamenn þess hafi fengið að vera með í útlitshönnuninni frá upphafi.

„Húsnæðið var hrátt og þetta var sérhannað utan um okkur. Það er mikill munur frá því sem áður var. Við erum komin með gagnvirka skjái með meiri upplýsingum og stærra svæði. Gripirnir njóta sín betur í betri lýsingu og fleiru. Allir sérfræðingar sem hafa vit á hlutunum eru mjög ánægðir með hvernig til tókst hjá okkur,“ segir Hjörtur. Vandamálið er hins vegar vitanlega hrun í komum ferðamanna til landsins vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrra sóttu 90 þúsund manns safnið, oft 200-300 á dag. Í dag eru gestir 30-40 en Hjörtur segir safnið standa vel.

Lesa má nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK