„Það er auðvitað alvarlegt mál“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekkert sé breytt er snýr …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekkert sé breytt er snýr að stjórnvöldum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei nei við stöndum við það sem við höfum sagt – að ef félaginu tekst að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu, eins og hún hefur verið kynnt fyrir okkur þá stöndum við við okkar áform um að styðja við lánalínu með ríkisábyrgð.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is spurður hvort að tíðindi dagsins, að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) hafi fellt kjarasamninginn sem samninganefndir skrifuðu undir 25. júní síðastliðinn, breyti fyriráætlunum ríkisstjórnarinnar um mögulega aðstoð til flugfélagsins.

Um 73% félagsmanna FFÍ greiddu atkvæði gegn samningnum og verða viðræður milli samninganefnda félagsins og Icelandair nú teknar upp að nýju. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í samtali við mbl.is í dag að niðurstaðan sýndi að „of langt hefði verið gengið“ í hagræðingarkröfum.

Málið er í höndum flugfélagsins

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði niður­stöðu at­kvæðagreiðslu FFÍ mik­il von­brigði og að Icelandair hefði ekki meira svig­rúm til þess að mæta kröf­um FFÍ. Flugfélagið væri komið „að sársaukamörkum í þeim samningum sem skrifað var undir“ en voru felldir.

„Það er auðvitað alvarlegt mál að tilraunir félagsins til þess að ljúka köflum í endurskipulagningunni skuli dragast, og þessi staða miðað við orð forstjórans er alvarleg. En eftir sem áður þá málið í höndum félagsins, það er staðan,“ tók Bjarni fram.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK