Álverið verði að vera sjálfbært

Álver Rio Tinto í Straumsvík. Trúnaður mun ríkja um raforkusamning …
Álver Rio Tinto í Straumsvík. Trúnaður mun ríkja um raforkusamning álversins við Landsvirkjun þar til samningar nást formlega á milli aðila um afléttingu trúnaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Endurskoðun á starfseminni hér enn í gangi og við erum í virku samtali við okkar hagsmunaaðila. Við höfum ekki enn náð samkomulagi við Landsvirkjun um raforkusamning sem gerir álverið í Straumsvík samkeppnishæft og fjárhagslega sjálfbært til framtíðar,“ segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi ISAL (álverið í Straumsvík).

Nú í morg­un var greint frá því að Rio Tinto hygðist loka ál­ver­um sín­um í Nýja-Sjálandi á næsta ári. Er það talið til marks um bága stöðu ál­vera víða um heim. Veg­ur hátt raf­orku­verð og slæm­ar skamm­tíma­horf­ur á álmarkaði þar þyngst. Að sögn Bjarna er álverð nú nær sögulegu lágmarki. 

Álver um allan heim eru undir mjög mikilli pressu á meðan álverð er svona lágt. Áður en Covid-19 skall á var álverð þegar nálægt sögulegu lágmarki, m.a. vegna offramboðs á áli frá Kína. Covid-19 hefur haft mikil áhrif á eftirspurn og gert stöðuna enn verri,“ segir Bjarni og bætir við að allt hafi verið reynt til að tryggja áframhaldandi starfsemi í Nýja-Sjálandi.

„Í Nýja Sjálandi lagði Rio Tinto og aðrir hagsmunaaðilar þar mikið á sig til að ná samkomulagi um raforkuverð sem gerði starfsemina þar samkeppnishæfa. Það tókst ekki og er þetta niðurstaðan.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK