Auðæfi Warrens Buffetts dragast saman

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Eftir að hafa gefið rétt um þrjá milljarða bandaríkjadala til góðgerðarmála er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ekki meðal fimm ríkustu manna heims. Eru auðæfi hans metin á rétt um 68,6 milljarða bandaríkjadala, sem er umtalsvert minna en þess er mest á, Jeffs Bezos, eiganda Amazon. Auðæfi hans eru metin á 183 milljarða bandaríkjadala.

Meðal þeirra sem nú eru fyrir ofan fjárfestinn á lista yfir ríkustu menn heims eru fyrrverandi forstjóri Microsoft, Steve Ballmen, og stofnandi Google, Larry Page. Í síðasta mánuði voru umræddir menn fyrir neðan Buffett á listanum. Buffett situr nú í áttunda sæti listans. 

Auka fyrrnefndrar gjafar til góðgerðarmála hefur ávöxtun fjárfestingasjóðs Buffetts, Berkshire Hathaway, verið undir væntingum. Hefur það haft neikvæð áhrif á auðæfi milljarðamæringsins. Þó munar mest um gjafir til góðgerðarmála, en frá árinu 2006 hefur fjárfestirinn gefið rétt um 37 milljarða bandaríkjadala til ýmissa verkefna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK