40% aukning í ferðavagnasölu

Arnar Barðdal segir að um 20 þúsund ferðavagnar séu í …
Arnar Barðdal segir að um 20 þúsund ferðavagnar séu í landinu núna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ferðavagnasala hjá Víkurverki hefur rokið upp á þessu ári og er hún 40% meiri en í fyrra og var það metár. Hobby er söluhæsta merkið en í hjólhýsum selst einnig vel af Fendt og Adria.

Í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann segir Arnar Barðdal, eigandi fyrirtækisins, frá því að flestir sem hann hafi rætt við hafi sagt honum að gera ráð fyrir samdrætti á þessu ári. Hann hafi eiginlega verið sannfærður um að árið í ár yrði svipað og í fyrra, og pantanir hafi tekið mið af því. „En þetta sá auðvitað enginn fyrir. Það gat ekki nokkur maður gert.“

Og þótt Arnar hafi staðið vaktina í þessum bransa í næstum þrjátíu ár var auðvitað engin leið fyrir hann að sjá fyrir kórónuveirufaraldurinn og eftirleikinn – Íslendingar á faraldsfæti nær einvörðungu heima fyrir og ferðamennirnir, sem voru nærri tvær milljónir í fyrra, horfnir eins og dögg fyrir sólu á hlýviðrisdegi.

Arnar segir að ferðavagnamarkaðurinn hafi breyst gífurlega á síðustu árum. „Ég hef verið spurður að því í 20 ár hvort hann sé ekki að mettast og ég held að svarið við því sé nei. Það eru um 20 þúsund ferðavagnar í landinu núna og þeir eru allir í mikilli notkun, líklegast meiri notkun en nokkru sinni fyrr,“ segir Arnar.

Þá segir hann að val fólks breytist. Einu sinni hafi allir verið með fellihýsi en nú séu þau að hverfa af markaðnum. „Færri vilja tjaldvagnana en áherslan er öll á hjólhýsin. Þar eru mikil sóknarfæri.“

Lesa má ítarlegt viðtal við Arnar á miðopnu ViðskiptaMoggans sem kom út á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK