Össur í viðræðum um sölu á frönsku félagi

Össur er í viðræðum um sölu á frönsku framleiðslufyrirtæki sínu.
Össur er í viðræðum um sölu á frönsku framleiðslufyrirtæki sínu. Ljósmynd/Aðsend

Össur og franska framleiðslufyrirtækið Innothera eru nú í einkaviðræðum um sölu Össurar á félaginu Gibaud SAS til Innothera. Gibaud er framleiðslueining Össurar í Frakklandi og hefur sérhæft sig í ýmiskonar spelkum og stuðningsvörum sem seldar hafa verið í apótekum þar í landi.

Undirritun lokasamkomulags er meðal annars háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna Gibaud og Innothera, en búist er við því að undirritun verði lokið fyrir árslok.

Sala Gibaud í fyrra nam 51 milljón dölum og eru starfsmenn um 360. Í tilkynningu til Kauphallarinnar er tekið fram að eftir söluna myndi Össur áfram styðja við viðskiptavini Gibaud í gegnum söluskrifstofu Össurar í Lyon.

Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, að með sölunni sé Össur að færa söluleiðir sínar í Frakklandi í aðrar söluleiðir en í gegnum apótek.

Heildarsala Össurar að Gibaud undanskildu voru í fyrra 636 milljón dalir og var hlutur Gibaud í heildarsölunni því um 7%.

Össur keypti Gibaud árið 2006 fyrir 132 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK