Gengi lyfjafyrirtækis tvöfaldast

Nýja lyfið virðist hafa góða virkni.
Nýja lyfið virðist hafa góða virkni. AFP

Gengi hlutabréfa í lyfjafyrirtæinu Rigel rauk upp við opnun markaða vestanhafs í dag. Bréfin hækkuðu um rétt um 75% og stendur gengið þeirra nú 4,3 Bandaríkjadölum. Áður en markaðir opnuðu stóð gengið í rétt um tveimur Bandaríkjadölum. 

Kemur hækkunin í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu úr tilraunum lyfjafyrirtækisins með lyf er virka á gegn kórónuveirunni.Fyrirtækið er staðsett í Bretlandi og hefur undanfarnar vikur unnið að rannsóknum á virkni lyfsins. Lyfið hefur verið til í nokkur ár og var áður notað á sjúklinga með sjálfsofnæmi. 

Lyfið ber heitið Tavalisse og verður á næstunni prófað á sjúklingum. Rigel hefur fengið staðfestingu frá lyfjaeftirlitinu um að mega hefja tilraunir. Vonir eru bundnar við að lyfið geti komið í veg fyrir að væg einkenni veirunnar versni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK