Nokkur hundruð Dana á leið til landsins

Andri M. Ingólfsson er forstjóri Aventura.
Andri M. Ingólfsson er forstjóri Aventura. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær kom til landsins fyrsti 80 manna hópurinn frá Danmörku á vegum ferðaskrifstofunnar Aventura. Nokkur hundruð Dana munu koma til Íslands á næstu vikum á vegum ferðaskrifstofunnar.

Upphaflega stóð til að hafa bein flug frá Billund alla sunnudaga, en eftir að tilkynnt var um skimun í Keflavík stöðvaðist öll sala á flugferðum til landsins. Þó munu mörg hundruð manns koma á næstu vikum, en von er til að salan glæðist aftur, eftir að tilkynnt var í dag um að skimun frá Danmörku og Þýskalandi yrði hætt.

Flestir farþegar dvelja í Reykjavík og í Hveragerði, en að sögn Andra M. Ingólfssonar, forstjóra Aventura, reyndist spennandi kostur að bjóða Hveragerði sem fjölskylduvænan stað með öruggu umhverfi fyrir fjölskyldur.

„Eftir að ferðalög Íslendinga til útlanda stöðvuðust, var upplagt að búa til ný tækifæri og fá útlendinga til landsins, enda er hægt að kynna Ísland sem einn öruggasta áfangstað fyrir ferðamenn í heiminum.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK