Fjársjóður opnast með nýju kerfi

Aðalheiður Jacobsen segir að tenging við erlenda gagnagrunna opni á …
Aðalheiður Jacobsen segir að tenging við erlenda gagnagrunna opni á fjársjóð upprunalegra partanúmera. Arnþór Birkisson

Mikil breyting er að verða í heimi bílavarahluta í samræmi við nýja Evrópureglugerð, að sögn Aðalheiðar Jacobsen, stofnanda og framkvæmdastjóra bílapartasölunnar Netparta á Selfossi. Hún segir frá því í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann að reglugerðin snúist um meðferð bíla við lok lífdaga þeirra. Þar eru að hennar sögn bílaframleiðendur hvattir til að samræma og upplýsa m.a. um upprunaleg partanúmer til að auðvelda endurvinnslu og endurnotkun. „Þetta er eins og þegar þú kaupir sjónvarp, að þá skiptir kannski ekki máli hvort þú kaupir frá Samsung eða LG. Það er sami myndlampinn í báðum tegundum. Þannig er þetta líka í bílunum. Ford kaupir varahluti frá þriðja aðila sem einnig selur þá kannski líka til Skoda, Volkswagen og Audi,“ segir Aðalheiður.

Sampi partur passar í margar tegundir bíla

Aðgangur að upplýsingum um upprunaleg partanúmer gerir það að verkum að sögn Aðalheiðar að hægt er að sjá á auðveldan hátt hvaða partar passa í hvaða bíla. „Ég er að smíða fullkomið upplýsingakerfi, sem ég ætla að koma í gagnið fyrir áramót, sem ég get tengt við erlenda gagnagrunna. Þá opna ég á þennan fjársjóð sem upprunalegu partanúmerin eru. Þá mun ég, ef mig vantar alternator í Volkswagen Golf sem dæmi, vita að það er mögulega eins partur í Skoda, Audi og Volkswagen. Þannig fjórfalda ég lagerinn minn að stærð.“

Aðalheiður segir að leitin að pörtum verði jafnframt mun einfaldari og öruggari.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK