Spaðinn skoðar hús undir nýja staði

Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans.
Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórarinn Ævarsson, eigandi og stofnandi Spaðans, segist hafa nokkrar staðsetningar til skoðunar í Hafnarfirði og Reykjavík undir nýja Spaða. Staðsetningarnar eru trúnaðarmál en Þórarinn upplýsir þó að ekki sé um að ræða nýbyggingar.

Pítsustaðurinn Spaðinn var opnaður föstudaginn 8. maí á Dalvegi 32b í Kópavogi. Fram kom í ViðskiptaMogganum 17. júní að veltan hafði verið um milljón á dag fyrsta mánuðinn í rekstri. Áður hafði komið fram í ViðskiptaMogganum að Þórarinn hefði hug á að opna þrjá til fjóra staði til viðbótar.

Nægt framboð af húsnæði

Þórarinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft í för með sér að nóg framboð sé af atvinnuhúsnæði. Þegar hann fór að leita að húsnæði í fyrra hafi hins vegar verið lítið um húsnæði til leigu. „Nú er hins vegar hellingur laus. Það felur í sér tækifæri í sjálfu sér,“ segir Þórarinn. Því til viðbótar hafi dregið úr spennu á byggingarmarkaði og það lækkað framkvæmdakostnað.

Þórarinn kveðst hafa skoðað nýbyggingar í Garðabænum undir stað númer tvö en líklegt sé að horfið verði frá þeim áformum.

Erfitt að meta kostnaðinn

„Ég er að skoða spennandi staðsetningar bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Það er ekki búið að samþykkja teikningar, staðsetningar og fjölda á vöskum, niðurföllum og þess háttar og því er erfitt að átta sig á endanlegum kostnaði, en það ætti að liggja fyrir fljótlega,“ segir Þórarinn. Sumarið sé jafnan rólegt á pítsumarkaði en salan glæðist upp úr verslunarmannahelgi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK