Margrét til Flugakademíunnar frá Icelandair

Flugakademía Íslands
Flugakademía Íslands Ljósmynd/Aðsend

Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands, en skólinn varð til við sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands. Er skólinn stærsti flugskóli landsins. Margrét hefur verið flugmaður hjá Icelandair frá 2014 og var þar áður flugumferðarstjóri hjá Isavia. Þá hefur Margrét einnig starfað sem bók- og verklegur flugkennari hjá Flugakademíu Keilis um árabil.

Í tilkynningu er haft eftir Margréti að hún sé spennt fyrir verkefninu. Þá segist hún bjartsýn á framtíð flugsins. „. Það er líka vert að minnast á það að þrátt fyrir að flug sé í lágmarki núna vegna veirufaraldurs, þá hefur sagan sýnt okkur að besti tíminn til að læra flug sé í kreppu. Það kemur á endanum uppsveifla í fluginu aftur og þá er um að gera að vera tilbúinn.“

Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari …
Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands, Ljósmynd/Aðsend

Nám í Flugakademíu Íslands er kennt sem staðnám frá Keflavík og Hafnarfirði. Einnig býðst nemendum að taka hluta af náminu í fjarnámi. Flogið er frá bæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK