Forðist arð- og bónusgreiðslur

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AFP

Seðlabanki Evrópu hvetur stjórnendur banka til þess að falla frá arð- og bónusgreiðslum í ár. Er þetta gert til að tryggja að bankarnir séu nægjanlega vel settir til þess að takast á við efnahagslægðina sem kórónuveirufaraldurinn leysti úr læðingi.

Tilmælin gilda til nýársdags og koma í stað fyrri tilmæla sem giltu til október í ár. Segir í tilkynningu frá Seðlabanka Evrópu að þetta sé liður í að styðja við hagkerfin á óvissutímum sem þessum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK