Gengisveiking styður endurreisn Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir stefnt að því að ljúka samningum við 15 lánardrottna fyrir lok vikunnar. Viðræðurnar séu misjafnlega langt á veg komnar og samningsatriðin misjöfn eftir atvikum.

Að þeim viðræðum komi bæði starfsfólk Icelandair og ráðgjafar, innlendir sem erlendir. „Það er enn markmið okkar að ljúka samningum við helstu hagsmunaaðila, leigusala og fleiri, í þessum mánuði,“ segir Bogi Nils.

Hann segir samþykkt kjarasamnings við flugfreyjur í gær mikilvægan lið í endurskipulagningu félagsins. Tekist hafi að tryggja samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins. Um leið hafi tekist að verja starfskjör flugfreyja og flugþjóna.

Þeir samningar, sem og samningar við flugmenn og flugvirkja, séu ein af forsendum endurskipulagningar félagsins.

Varðandi fyrirhugað hlutafjárútboð segir hann áfram stefnt að því að ljúka útboðinu í ágúst. Hinn fyrsta september næstkomandi megi því áætla að félagið hafi verið endurskipulagt og útboð að baki.

Krónan hefur gefið eftir undanfarnar vikur. Bogi Nils segir aðspurður í umfjöllun um mál Icelander í Morgunblaðinu í dag, að að sú þróun styrki rekstrargrundvöll félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK