Icelandair braut lánaskilmála

Boeing 737 MAX 8 þota í eigu Icelandair.
Boeing 737 MAX 8 þota í eigu Icelandair.

Icelandair braut lánaskilmála í ársfjórðungnum sem var að líða, sem jafnframt olli því að hluti langtímaskulda er nú flokkaður sem skammtímaskuldir. Er því hluti skulda félagsins gjaldfallinn, sem gerir það að verkum að lánalínur eru nú óaðgengilegar. 

Í lok ársfjórðungs var fyrirtækið með óádregnar lánalínur að andvirði 62,7 milljóna Bandaríkjadala, en vegna brotinna lánaskilmála eru þær nú óaðgengilegar að svo stöddu. Heildarlausafjárstaða Icelandair undir lok fyrsta ársfjórðungs var 281 milljón Bandaríkjadala samanborið við 153 milljónir Bandaríkjadala í öðrum fjórðungi. 

Að því er fram kemur í árshlutareikningnum er Icelandair í viðræðum við umrædda kröfuhafa. Hafa sumir þeirra nú þegar veitt félaginu undanþágu en aðrir eiga í viðræðum. 

Eiginfjárhlutfall Icelandair við lok ársfjórðungsins var 10,9%. Ef ráðgert er að félagið safni 30 milljörðum króna í væntanlegu hlutafjárútboði fer hlutfallið upp í 25,9%. Er þar miðað við óbreytta stöðu og þróun mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK