Viðskiptavild hjá Icelandair niður um 82%

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur fært niður viðskiptavild um rúmlega 82%, eða úr um 138,5 milljónum dollara um síðustu áramót yfir í um 24,4 milljónir dollara í lok júní á þessu ári.

Niðurfærslan samsvarar um 15,5 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag. Verðmæti  afgreiðslutíma á flugvöllum, eða aðrar óefnislegar eignir hafa aftur á móti ekkert breyst á tímabilinu.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Icelandair sem var birt í gær.

Þessi niðurfærsla er skrifuð á þau miklu áhrif sem kórónuveiran hefur haft á fyrirtækið en viðskiptavild vísar til huglægra eigna fyrirtækja.

Fram kemur í uppgjörinu að COVID-19 hafi haft mikil áhrif á spurn eftir flugferðum og að óvissan sé enn mikil um hvenær ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurnin aukist á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK