Gengi Kodak ríflega fjórfaldast

Eastman Kodak hækkar í verði.
Eastman Kodak hækkar í verði. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans hygðist veita 765 milljón Bandaríkjadala lán til tæknifyrirtækisins Eastman Kodak. Er lánið hluti af aðgerðum stjórnvalda þar í landi sem miða að því að framleiða lyf innanlands. 

Forsetinn greindi frá áætlunum á blaðamannafundi í gær. Í kjölfarið hækkuðu bréf fyrirtækisins um ríflega 200%. Ekkert lát hefur verið á hækkuninni í dag, en frá því að markaðir voru opnaðir vestanhafs hefur gengið rokið upp um 340% og stendur nú í rétt um 34 Bandaríkjadölum. Í fyrradag var gengið rétt um átta Bandaríkjadalir. 

„Við viljum með aðgerðum okkar byggja upp öflugasta lyfjalager allra tíma,“ sagði Trump á fundinum í gær. Á fundinum fór Trump sömuleiðis yfir aðgerðir stjórnvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. 

Trump greindi frá láninu í gær.
Trump greindi frá láninu í gær. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK