Hefur áhyggjur af litlum og meðalstórum netverslunum

Netverslun jókst umtalsvert í kórónuveirufaraldrinum vegna samkomubanns.
Netverslun jókst umtalsvert í kórónuveirufaraldrinum vegna samkomubanns.

Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að erfitt sé að spá með langtímaáhrif hér á landi af uppgangi netverslunar í kórónuveirufaraldrinum, en vegna samkomubanns jukust viðskipti við netverslanir umtalsvert á tímabilinu. „Ég held að breytingin verði meiri víða erlendis þar sem samkomubannið stóð mun lengur,“ segir Þóranna. „Samkomubannið varði styttra hér og því höfðum við ekki eins langan tíma til að festa þetta í sessi.“

Þóranna segist ekki hafa áhyggjur af stóru aðilunum á markaðnum, sem voru margir komnir vel af stað með sínar netverslanir fyrir faraldurinn. Það séu þeir litlu og meðalstóru, sem hún hafi áhyggjur af. „Því miður hafa kannanir hér sýnt að notendaupplifun af íslenskum netverslunum er ekki nógu góð, samanborið við erlendar vefverslanir. Það sem maður hefur áhyggjur af er að þeir sem ruku til og settu upp netverslanir þegar faraldurinn fór af stað, og sáu þar mikil tækifæri, falli aftur í sama farið, og haldi ekki dampi. Það mun þá enn frekar skemma fyrir notendaupplifuninni. Fólk er fljótt að dæma íslenskar netverslanir heilt yfir ef það upplifir ekki jafn góða þjónustu og það fær í erlendum netverslunum. Við erum mjög uggandi yfir því að þróunin verði sífellt meira í átt að erlendri netverslun, á kostnað innlendrar. Það hefur svo áhrif út í allt hagkerfið, á störf og verðlag hér á landi.“

Viðtalið við Þórönnu má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK