Hugsað út fyrir kassann hjá Icelandair Cargo

Töluvert rými myndast þegar farþegasætin hafa verið tekin út úr …
Töluvert rými myndast þegar farþegasætin hafa verið tekin út úr Boeing 767-300 farþegaþotum Icelandair.

Þegar litið er á uppgjör Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi sést að 70% tekna félagsins má rekja til frakt- og leiguflugs sem jukust um rúm 40% á öðrum ársfjórðungi. Á sama tíma hrundu aðrir tekjustofnar vegna kórónuveirunnar og sætaframboð dróst saman um 97%.

Fyrir faraldurinn nam hlutfall vöruflutninga sem fór í gegnum leiðakerfi Icelandair, þ.e. vörum sem er pakkað í farþegaþotur, tæplega 70% af heildarvöruflutningum Icelandair Cargo. Það hlutfall hefur farið hækkandi undanfarin ár enda um umhverfisvænni og hagkvæmari leið að ræða en hlutfallið nam ekki nema 16% fyrir um áratug.

Á flugi allan sólarhringinn

„En í mars og apríl stöndum við frammi fyrir því að leiðakerfið hrynur og þá erum við með tvær fraktvélar sem flugu bara til Evrópu á meðan við nýttum breiðþoturnar til þess að fljúga með frakt, þá helst ferskan fisk, til Boston og New York. Þegar forsendur fyrir því flugi fóru urðum við að bregðast við og endurskipulögðum leiðakerfið á skömmum tíma,“ segir Gunnar og heldur áfram.

„Við höfum í mörg ár byggt upp öfluga markaði fyrir ferskan fisk í Bandaríkjunum og Evrópu og sáum að við urðum að gera allt sem við gátum til að tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað. Það að detta af markaði um óákveðin tíma gæti þýtt að íslenski fiskurinn gæti tapað varanlega sínum stalli á þessum mörkuðum og því voru góð ráð dýr.

Við flugum því 10-12 sinnum til Evrópu og 10 sinnum til Boston á viku og vélarnar flugu meira og minna allan sólarhringinn,“ segir Gunnar.

Til viðbótar við þessar auknu ferðir hóf Icelandair Cargo ásamt Loftleiðum að fljúga leiguflug með lækningavörur frá Kína. Fyrst fyrir Landspítalann í byrjun apríl, en út frá því opnaðist gluggi fyrir viðameiri verkefni sem endaði með 52 ferðum frá Kína til Þýskalands og 23 frá Kína til Bandaríkjanna. En til þess þurfti að ráðast í breytingar á sex stærstu farþegavélum félagsins sem stóðu óhreyfðar.

Lesa má um málið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK