Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller.
Jóhann Möller. Ljósmynd/Aðsend

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf.  og mun taka við starfinu 1. ágúst.

Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni frá árinu 2006 við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum auk þess að veita hlutabréfateymi félagsins forstöðu síðastliðin 3 ár, að því er segir í tilkynningu.

„Ég vil bjóða Jóhann velkominn í starf framkvæmdastjóra Stefnis og er þess fullviss að hann mun af fagmennsku og metnaði leiða kraftmikinn hóp sérfræðinga félagsins í að efla Stefni enn frekar á komandi misserum,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, í tilkynningunni.

Jóhann Möller bætir við: „Það er mikill heiður að fá tækifæri  til að leiða þennan frábæra hóp starfsmanna Stefnis. Hjá Stefni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis. Markmið okkar er að vera áfram í fararbroddi í stýringu og uppbyggingu nýrra sjóða og sérhæfðra afurða, með vönduð vinnubrögð og hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi,“ segir hann.

Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki, stofnað árið 1996 með um 250 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2019. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK