AEX Gold skrá á markað í Bretlandi

Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins.
Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins.

Kanadíska námuvinnslufélagið AEX Gold hefur nú lokið fjármögnun fyrir græna gullvinnslu með áherslu á samfélagslega ábyrgð á Grænlandi og lýkur samhliða því tvískráningu á London Stock Exchange. Fjármagnað var á AIM-markaðnum í Bretlandi að andvirði 7 milljarða íslenskra króna eða 42,4 milljóna punda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Um er að ræða stærstu viðskiptin á breskum markaði á þessu ári. Útboðið stóð aðeins fagfjárfestum til boða og tóku um 30 – 40 fjárfestar þátt og voru margir virtustu fjárfestar Bretlands þeirra á meðal.

AEX Gold hóf útboð til að fjármagna græna gullvinnslu í Nalunaq á Grænlandi en þar á félagið gullnámu. Með fjármögnuninni er nú að fullu tryggð bygging námunnar ásamt rannsóknum og reiknað er með að vinnsla hefjist haustið 2021.

„Ég fagna því að fjármögnun sé nú lokið og er stoltur af þeirri viðurkenningu sem verkefnið fær með þátttöku margra virtustu fagfjárfesta Bretlands. Með þessu er hægt að ljúka uppbyggingu og rannsóknum á svæðinu í Nalunaq. Markmið okkar er að nálgast námuvinnslu gulls með öðrum hætti en áður hefur verið gert með grænni gullvinnslu þar sem sjálfbærni, umhverfissjónarmið og samfélagsleg ábyrgð verða höfð að leiðarljósi,“ segir Eldur Ólafsson, forstjóri AEX Gold.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK