Airbus tapaði 1,9 milljörðum evra

Framleiðsla og afhending nýrra flugvéla minnkaði gífurlega vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Framleiðsla og afhending nýrra flugvéla minnkaði gífurlega vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. AFP

Samkvæmt hálfsársuppgjöri flugvélaframleiðandans Airbus sem gert var opinbert í gær tapaði fyrirtækið 1,9 milljörðum evra á fyrstu sex mánuðum ársins eftir að afhending nýrra flugvéla dróst saman um helming vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Airbus afhenti 196 flugvélar á fyrstu sex mánuðum ársins en fjöldi flugfélaga hætti við kaup á nýjum vélum.

„Áhrif COVID-19 á fjárhag okkar eru mjög sýnileg á öðrum ársfjórðungi enda dróst afhending nýrra H1-véla saman um helming miðað við sama tímabil á síðasta ári,“ sagði Guillaume Faury, forstjóri Airbus, í tilkynningu.

Tekjur Airbus minnkuðu um 39% á fyrstu sex mánuðum ársins, niður í 18,9 milljarða evra, og þær féllu um 55% á öðrum ársfjórðungi.

Handbært fé minnkaði um 12,4 milljarða evra fyrstu sex mánuði ársins en fyrirtækið tók fram í uppgjörinu að aðgerðir til að stemma stigu við því væru byrjaðar að virka.

Þá tilkynnti fyrirtækið að ekki stæði til að gefa út afkomuspá fyrir næsta ár vegna óvissu um það hvenær afhendingar hefjast á fullu aftur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK