Sena kaupir The Color Run og Gung-Ho

The Color Run fer fram í Laugardalnum 9. september en …
The Color Run fer fram í Laugardalnum 9. september en Sena fer nú fyrir viðburðinum. Haraldur Jónasson/Hari

Í lok 2019 gekk Sena frá kaupum á The Color Run og Gung-Ho á Íslandi með kaupum á félaginu Basic Events ehf., rétthafa hlaupanna hér á landi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Senu.

Skemmtihlaupin hafa verið á meðla fjölmennustu viðburða landsins á undanförnum árum en fráfarandi eigendur hafa séð um framkvæmd viðburðanna frá upphafi og munu starfa með Senu við skipulagningu þeirra næstu ár. 

The Color Run verður haldið í Laugardalnum 5. september og verður fyrirkomulag hlaupsins aðlagað að hverjum þeim fjöldatakmörkunum sem kunna að vera uppi á þeim tíma.

The Color Run var fyrst haldið árið 2015 og hafa yfir 50.000 manns tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Yfir 15.000 manns hafa tekið þátt í Gung-Ho á þeim þremur árum sem hlaupið hefur farið fram á Íslandi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK